Mynd fengin af ki.is
Mynd fengin af ki.is

Kennarasamband Íslands efnir til smásagnakeppni á öllum skólastigum sjötta árið í röð. Keppnin er vettvangur fyrir unga höfunda og skáld á öllum skólastigum til að koma efni sínu á framfæri. Upphaflega var skilafrestur í september en vegna fjölda áskorana hefur frestur verið framlengdur til 15. október.

Á heimasíðu KÍ segir svo um smásagnakeppnina:

Þema keppninnar er sem fyrr tengt skólanum en smásagnahöfundar hafa að sjálfsögðu frelsi í efnistökum. Gætt verður fyllstu nafnleyndar á meðan dómnefnd fer yfir sögurnar. Verðlaunasögurnar verða birtar í prentútgáfu Skólavörðunnar sem kemur út síðar í haust. Verðlaunaathöfn og sjálf verðlaunin verða kynnt síðar.

Eftirfarandi þarf að hafa í huga

• Sagan má ekki hafa birst opinberlega og ekki vera lengri en 3.000 orð.

• Skila á sögum sem viðhengi í textaformati, til dæmis word-útgáfu (ekki pdf).

• Sagan á að vera á íslensku

• Sagan þarf að bera titil

Upplýsingar um höfund

• Nafn

• Bekkur

• Skóli

• Tengiliður

• Heimilisfang og sími

• Athugið: Ef kennarar senda margar sögur fyrir hönd nemenda sinna þá er æskilegt að senda hverja sögu í sér tölvupósti.

 

Frekari upplýsingar um smásagnakeppnina má finna á hér.