Eitt það vandamál sem erfitt reynist að útrýma úr skólum er lúsin. Hún gerir ekki mannamun og leggst ekki á neina stétt né aldur umfram annan. Einhver dæmi munu nú í haust um að lús hafi gert sig heimakomna hjá nemendum. Þess vegna er fólk beðið að vera á verði og grípa til réttra aðgerða ef það verður einhvers vart.