Tölvukerfi MA er í skýjunum (mynd: Pixabay)
Tölvukerfi MA er í skýjunum (mynd: Pixabay)

Þessi augnablikin eru sérlega mikilvæg tíðindi að berast nýnemum og forráðamönnum um stafrænar lúgur þeirra í netheimum. Þetta er árlegt bréf til nýnema frá tölvudeild skólans. Í þessu bréfi kemur fram hvaða netfang og lykilorð nýneminn mun nota út skólagönguna og jafnvel enn þá lengur. Þessar upplýsingar verða nýnemar að hafa með sér eftir hádegið þann 31. ágúst þegar nýnemar verða leiddir inn í tölvumál MA.

Lygilega mikilvægar upplýsingar frá tölvudeild MA

Þetta bréf er sent á öll netföng sem skráð eru á hvern nýnema, þ.e. ekki aðeins einkanetfang nemandans sjálfs heldur einnig einkanetföng forráðamanna eins og þau eru skráð í Innu. Svona magnsendingar eru ekki alls staðar vel séðar í tölvuheimum og því getur það komið fyrir að bréfið lendi í ruslpósti. Ef þið kannist ekki við að hafa fengið bréf með þessum upplýsingum er því best að athuga fyrst í möppuna fyrir ruslpóst (Spam möppuna) áður en þið hafið samband við þjónustustjóra tölvudeildar, Guðjón H. Hauksson (gudjon hjá ma.is).