- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Menntaskólinn á Akureyri er kominn áfram í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Liðið hafði betur gegn FG, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í 16-liða úrslitum og heldur því áfram á sigurbraut. Í fyrstu umferð í nóvember sl. lögðu þau Malín Marta Ægisdóttir, Krista Sól Guðjónsdóttir, Sjöfn Hulda Jónsdóttir og Þröstur Ingvarsson lið Menntaskólans við Sund að velli. Að þessu sinni kepptu Malín Marta liðstjóri, Þröstur Ingvarsson frummælandi, Jóhannes Óli Sveinsson meðmælandi og Krista Sól Guðjónsdóttir stuðningsmaður.
Á meðfylgjandi mynd má sjá meðlimi stjórnar Málfundafélags MA skólaárið 2021 – 2022. Forseti félagsins er fyrrnefnd Malín Marta. Markaðsstýra er Katla Tryggvadóttir. Birgir Orri Ásgrímsson er ritari. Tengiliður við MORFÍs er Telma Ósk Þórhallsdóttir og tengiliður við Gettu betur er Óðinn Andrason. Óðinn er jafnframt gjaldkeri félagsins.
Síðustu viðureignir í 16-liða úrslitum fara fram í lok mánaðarins. Þá skýrist hver andstæðingur MA verður í 8-liða úrslitum.