- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Menntaskólinn á Akureyri er kominn áfram í aðra umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna eftir sigur á liði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi nú í kvöld. Lokatölur urðu 23 – 11, MA í vil. Framhaldsskólinn á Húsavík, Kvennaskólinn í Reykjavík og Borgarholtsskóli tryggðu sér einnig í kvöld áframhaldandi þátttöku í keppninni. Önnur umferð fer fram dagana 21. og 23. janúar. Okkar fólk mætir liði Flensborgarskólans í Hafnarfirði og fer viðureignin fram seinna kvöldið. Lið MA skipa þau Árni Stefán Friðriksson, Kjartan Valur Birgisson og Sólveig Erla Baldvinsdóttir.