- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Sprotasjóður leik- grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað 56,8 m.kr. til 25 skólaþróunarverkefna fyrir skólaárið 2023–2024. Mennta- og barnamálaráðherra og formaður stjórnar sjóðsins afhentu styrkina við hátíðlega athöfn í mennta- og barnamálaráðuneytinu í gær, sjá hér.
Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga. Umsýsla er hjá Rannís. Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni
Menntaskólinn á Akureyri var einn þeirra skóla sem hlaut styrk að þessu sinni fyrir verkefnið Geðrækt í MA - Bjargráðin 5. Verkefnisstjóri er Kristín Elva Viðarsdóttir skólasálfræðingur.