Lið MA í Reykjavík á keppnisdegi. Frá vinstri: Rakel Alda Steinsdóttir, Þorsteinn Jakob Klemenzson o…
Lið MA í Reykjavík á keppnisdegi. Frá vinstri: Rakel Alda Steinsdóttir, Þorsteinn Jakob Klemenzson og Magnús Máni Sigurgeirsson. Mynd: Huginn.

Lið Menntaskólans á Akureyri er komið áfram í 16-liða úrslit í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur. Liðið hafði betur gegn Flensborgarskólanum í Hafnarfirði fyrr í kvöld. Flensborg fékk 17 stig en MA 21 stig.

Þegar kom að viðureigninni höfðu átta skólar tryggt sig áfram í 16-liða úrslit. Þetta eru ME, FÁ, MH, FNV, FG, Verzló, FB og MS. Þegar þessi orð eru skrifuð liggur ekki ljóst fyrir hvaða skólar fylgja þeim áfram í 16-liða úrslitin þar sem síðustu viðureignir fyrstu umferðar keppninnar standa nú yfir. Sigurvegari síðasta árs, MR, situr hjá í fyrstu umferð.

Lið MA er þannig skipað: Magnús Máni Sigurgeirsson, Rakel Alda Steinsdóttir og Þorsteinn Jakob Klemenzson. Auk þríeykisins kemur hópur nemenda að undirbúningi keppninnar fyrir hönd skólans. Við óskum keppendum og aðstoðarfólki til hamingju með árangurinn.