- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Tuttugu og fimm ára stúdentar frá MA eru í óðaönn að undirbúa MA-hátíðina, samfögnuð gamalla MA-stúdenta sem verður að vanda 16. júní næstkomandi. Það er hefð að 25 ára stúdentar séu í forsvari fyrir hátíðina en oft hafa 10 ára stúdentar einnig tekið þátt í undirbúningnum.
Flestir árgangar sem koma á hátíðina eru löngu farnir af stað með undirbúning og einnig eins árs stúdentar sem koma og taka hvítu kollana af stúdentshúfunum þegar fyrsta árið er liðið. Langflestir árgangarnir koma til Akureyrar á þessum tímamótum, 5 og 10 ára stúdentsafmælum. Haldin eru alls kyns samkvæmi og farið í ferðir og sameinast svo á hátíðinni í Íþróttahöllinni að kvöldi 16. júní, kvöldið fyrir skólaslit. Nokkrir eldri hópar halda í enn eldri hefðir og koma á 10 og 25 ára afmæli og síðan á heilum tug frá 40 ára afmælinu. Þeir hafa þann sið að hittast annars staðar á öðrum tímamótum og ekki endilega í kringum 16. og 17. júní. Sem dæmi má nefna að 45 ára stúdentar munu í ár koma saman á Snæfellsnesi viku fyrir skólaslit.
Samheldni stúdentaárganganna er einstök og tryggð þeirra við skólann ómetanleg. Flestir áfmælisárgangar hafa í gangi vefsíðu eða Facebook og þeir sem vilja hafa fengið birtar vefslóðir á ma.is. Það má sjá ef smellt er á Skólatorg og þar á tengilinn Gamlir MA-stúdentar. Þar er líka skrá yfir alla stúdenta sem lokið hafa prófi frá MA frá upphafi.
Á myndinni sést forsíða á nýjum vef 25 ára stúdenta, sem brautskráðust frá MA 17. júní 1988.