- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í fjölmennri Söngkeppni framhaldsskólanna í gær varð framlag Menntaskólans á Akureyri í öðru sæti. Þar var á ferð sigurlagið úr Söngkeppni MA, Í mínu minni, frumsamið lag í flutningi Darra Rafns Hólmarssonar rappara og textahöfundar, Rakelar Sigurðarsóttur söngkonu og lagahöfundarins Stefáns Ernis Valmundarsonar auk strengjasveitar úr MA. Þau fluttu lag sitt af miklu öryggi og mega vera stolt af frábærum árangri.
Athygli vakti að í tveimur efstu sætum í keppninni var að þessu sinni rapptónlist. Sigurvegarar voru fulltrúar Borgarholtsskóla, Kristmundur Axel og Júlí Heiðar, sem röppuðu gamalt Eric Clapton lag, Tears in Heaven. Söngkeppnin var að þessu sinni í beinni úrsendingu á Stöð 2.
.