- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Lið MA er komið í undanúrslit MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Liðið sigraði Fjölbrautaskóla Suðurnesja í 8-liða úrslitum á heimavelli FS um helgina. Tekist var á um ágæti plasts þar sem MA talaði með plastnotkun en FS á móti. Ræðumaður kvöldsins var Heiðrún Hafdal Björgvinsdóttir frá MA. Andstæðingur MA í undanúrslitum verður lið Menntaskólans við Hamrahlíð. Sannarlega glæsilegur árangur hjá okkar fólki.
Meðfylgjandi mynd var tekin af liðinu eftir sigurinn í húsakynnum FS. Frá vinstri: Heiðrún Hafdal Björgvinsdóttir meðmælandi, Benjamín Þorri Bergsson frummælandi, Reynir Þór Jóhannsson liðsstjóri, og Krista Sól Guðjónsdóttir stuðningsmaður.