- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Dagana 6. – 7. september var Lýsa – Rokkhátíð samtalsins haldið í Hofi. Einn viðburða á Lýsu var svokallað Stórþing ungmenna. Markmið þingsins var tvíþætt: Annars vegar fræðsla og hins vegar unnu þátttakendur í hópum undir handleiðslu umræðustjóra. Rædd var staða ungmenna í sveitarfélaginu og dregin upp mynd af því sem skiptir þau máli í dag. Þátt tóku nemendur úr 8. – 10. bekk og VMA auk 10 MA-inga sem allir stóðu sig með mikilli prýði.
Rán Flygering dró saman niðurstöður þingsins í eina mynd sem fangar svolítið umræðurnar sem vógu þyngst.
Þingfulltrúar MA voru: Anna Karen Davíðsdóttir, Brynjólfur Skúlason, Davíð Guðlaugsson, Hildur Lilja Jónsdóttir, Hreinn Orri Óðinsson, Ína Soffía Hólmgrímsdóttir, Ólafur Helgi Erlendsson, Páll Hlíðar Svavarsson, Sunneva Kjartansdóttir og Telma Rut Hasler.