Mynd af hópnum (fengin af jelenka.com)
Mynd af hópnum (fengin af jelenka.com)

Akureyrarbær tekur þessi misserin þátt í samstarfsverkefni með pólsku borginni Jelenia Góra en verkefnið styrkt af uppbyggingarsjóði EES. Samstarfið snýst um nokkur málefni en á meðal þeirra eru gagnkvæmar heimsóknir ungmenna á aldrinum 16-20 ára.

Markmiðið með heimsóknunum er að ungmennin kynnist og tengist og ræði sín á milli um lýðræðislega þátttöku ungs fólks og samráð við það, þegar opinberar ákvarðanir eru teknar. Spurningar á borð við: Er tekið tillit til ungs fólks í stjórnsýslunni, hvernig má tryggja áhrif og þátttöku ungs fólks og hvernig má auka samráð við það?

Hópur 10 ungmenna frá Póllandi kom í heimsókn til Akureyrar í lok júní síðast liðinn og nú um mánaðamótin síðustu endurguldu ungmenni frá Akureyri heimsóknina. Þar af voru sex nemendur úr MA; Amanda Eir Steinþórsdóttir, Auður Gná Sigurðardóttir, París Anna Bergmann Elvarsdóttir, Helena Hafdal Björgvinsdóttir, Linda Björk Vilmundardóttir og Tara Sól Reynisdóttir. Einnig voru nemendur úr VMA og HA. 

Gleði, samvinna og listsköpun var í forgrunni eins og sjá má hér.