- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem HR stendur fyrir fór fram um helgina og var haldin í Háskólanum á Akureyri og Háskólanum í Reykjavík. Aldrei hafa fleiri tekið þátt eða alls 173 nemendur og þar af voru 40 MA-ingar sem kepptu á Akureyri.
Keppnin fer fram í þremur deildum, eftir erfiðleikastigi: Delta deild, Beta deild og Alfa deild. Okkar fólki gekk prýðilega í keppninni og komst í verðlaunasæti.
Ernir Elí Ellertsson og Jóhann Gunnar Finnsson lentu í 3. sæti í Delta deild
Alans Treijs, Arnþór Atli Atlason og Dagur Smári Sigvaldason lentu í 3. sæti í Alfa deild
Birkir Snær Axelsson, Jón Haukur Skjóldal Þorsteinsson og Max Forster fengu viðurkenningu fyrir besta nafnið: MandelBros.
Forritun er kennd í MA hvort tveggja sem valgrein og skylduáfangi á raungreina- og tæknibraut. Hluti af áfanganum er að spreyta sig í forritunarkeppninni. Kennarar í forritun eru Ingvar Þór Jónsson og Jóhann Sigursteinn Björnsson. Þeir fylgdu nemendum sínum eftir á laugardaginn og Ingvar tók myndir.