Á morgun, fimmtudaginn 10. mars klukkan 17.00 verður kynningarfundur í MA fyrir væntanlega nýnema og foreldra og forráðamenn þeirra. Fundurinn er opinn og öllum heimil þátttaka.

Náms- og starfsráðgjafar, stjórnendur og nemendur kynna námið og skólann og sitja fyrir svörum.

Auk almennrar kynningar á skólanum og skólalífinu verður kynnt ný námskrá MA þar sem um er að ræða styttingu náms til stúdentsprófs og þess sérkennis MA að bjóða nemendum sveigjanleg námslok, að þeir geti lokið námi eftir aðstæðum á 3, 3 1/2 eða 4 árum.

Minnt er á forinnritun sem stendur til 10. apríl á menntagatt.is