- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Sjónvarpsúrslit í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur árið 2019 eru hafin. Keppnin sem fyrst var haldin árið 1986 er sú þrítugasta og fjórða í röðinni. Menntaskólinn á Akureyri hefur þrisvar sinnum sigrað í Gettu betur, síðast árið 2006.
Spyrill í ár er Kristjana Arnarsdóttir og þreytir hún frumraun sína sem slíkur. Spurningagerð og dómgæsla er í höndum Ingileifar Friðriksdóttur, Sævars Helga Bragasonar og Vilhelms Antons Jónssonar.
Menntaskólinn á Akureyri er meðal þátttökuliða í sjónvarpsúrslitunum. Auk MA hafa sjö skólar unnið sér inn rétt til að keppa um sæti í undanúrslitum keppninnar að undangenginni útvarpskeppni þar sem 28 lið hófu leik. Einni viðureign í átta liða úrslitum er lokið. Menntaskólinn í Reykjavík hafði betur gegn Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Föstudaginn 8. febrúar mætir lið MA liði Verzlunarskóla Íslands. Hópur stuðningsmanna fylgir liðinu suður yfir heiðar. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt má benda á útsendingu Ríkissjónvarpsins frá viðureigninni kl. 20:05. Áfram MA.