Dregið hefur verið í fyrstu umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fer á Rás 2. Menntaskólinn á Akureyri dróst á móti Menntaskólanum á Ísafirði 18. janúar næstkomandi.

Fyrsta umferðin verður þannig að þrír leikir verða hvert kvöld, 11., 12., 13., 14. og 18. janúar, alls 30 lið. Lið Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki situr yfir í fyrstu umferð, alls eru því 31 lið skráð til keppni.

Lið MA lendir í því að keppa í fyrstu umferð í miðjum prófum, þau hefjast þann 11. og lýkur 22. janúar. Í liðinu eru nú Einar Bessi Gestsson 3XY, Gunnar Kristjánsson og Nína Arnarsdóttir, bæði í 4Y. Fyrsti varamaður er Þórir Steinn Stefánsson 2F.

.