- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Símey, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, hélt á miðvikudaginn viðburð undir heitinu Gefum íslensku séns, en markmiðið er að auka þjónustu við nemendur af erlendum uppruna og þjálfa þá í töluðu máli. Fimmtán nemendur úr MA á þriðja ári tóku þátt og fóru ásamt Eyrúnu Huld, íslenskukennara, á svokallað hraðstefnumót þar sem þeir töluðu við nemendur í íslensku sem öðru máli.
MA nemendur spjölluðu við nemendur í Símey um daginn og veginn, en eina reglan var að aðeins mátti tala íslensku. Takmarkið með verkefninu er að ná til flestra og vekja athygli á því að við getum öll lagt okkar af mörkum við að hjálpa fólki að læra málið. Þjálfun í töluðu máli er mikilvæg og það að gefa íslenskunni séns vísar í raun í það að tala íslensku við þá sem vilja læra íslensku en ekki skipta yfir í ensku ef fólk skilur ekki merkingu orða í fyrstu tilraun.
Heimsóknin gekk vonum framar og voru skipuleggjendur og þátttakendur mjög glaðir með hvernig til tókst. Hér má lesa um verkefnið á heimasíðu Símeyjar og hér er frétt Vikublaðsins um samstarfið.