- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Síðastliðinn föstudag var skólastjórnendum og ráðgjöfum grunnskólanna á Akureyri og nágrenni boðið á kynningarfund í MA. Þar kynntu Jón Már skólameistari og Valgerður S. Bjarnadóttir verkefnastjóri fyrirhugaðar breytingar á námsskipan í MA. Í fyrravetur fór fram mikil hugmyndavinna varðandi breytta námskrá og ný framhaldsskólalög. Vinnuhópur um endurskoðun námskrár skilaði af sér tillögum síðastliðið vor og þessa dagana er unnið að útfærslum á þeim.
Stefnt er að því að innrita nemendur samkvæmt nýrri námskrá næsta haust. Breytt námsfyrirkomulag í 1. bekk var sérstaklega kynnt á þessum fundi og í framhaldinu var ákveðið að efla samstarf Menntaskólans og grunnskólanna á svæðinu með því að stofna samræðuhópa kennara í kjarnagreinunum, íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði. Í hópunum verða fulltrúar beggja skólastiga og markmiðið er að auka faglegt samstarf milli skólastiga, með áherslu á samfellu í námi nemenda.
.