- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Lið MA hefur lokið keppni í MORFÍs þetta skólaárið. Liðið féll naumlega úr leik í 8-liða úrslitum í gærkvöld gegn liði Verzlunaskóla Íslands. Keppt var í Reykjavík. Þar með er ljóst að MA nær ekki að verja titilinn en eins og mörgum er kunnugt bar liðið sigur úr býtum í Mælsku- og rökræðukeppninni á síðasta ári.
Þrætuefni kvöldsins var Leysum öll vandamál. Verzlunarskólinn var með en MA á móti. Heildarstig kvöldsins voru 2.956. Liðin skiptu þeim bróðurlega á milli sín því þegar upp var staðið munaði aðeins 16 stigum á liðunum auk þess sem álit dómara var ekki samdóma. Munurinn gat því varla orðið minni.
Sannarlega veitti okkar fólk andstæðingnum mikla mótspyrnu og liðið getur því borið höfuðið hátt þrátt fyrir ósigur. Lið MA í gær var skipað þeim Benjamín Þorra Bergssyni, Kötlu Marín Þorkelsdóttur, Reyni Þór Jóhannssyni og Þórarni Þóroddssyni.