- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Magdalena Sigurðardóttir 4. A tók við verðlaunum fyrir smásögu á ensku á Bessastöðum í dag. Frú Eliza Reid afhenti verðlaunin. Um er að ræða smásagnasamkeppni sem FEKI, félag enskukennara, efnir til á hverju ári fyrir grunn- og framhaldsskólanema. Þema keppninnar í ár var ,,Danger". Til hamingju Magdalena.
Þess má geta að Magdalena nýtir ferðina til Reykjavíkur vel, hún er ásamt um 300 MA-ingum úr þriðja og fjórða bekk í starfskynningum auk þess sem þau sækja Háskóladaginn á laugardag og kynna sér framhaldsnám. Þess á milli undirbýr hún sig fyrir þátttöku í Gettu betur, en lið MA mætir liði MR á föstudagskvöld í fjögurra liða úrslitum.