- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Verðlaunaafhending í ritlistakeppni Ungskálda fór fram í dag. Ungskáld er verkefni á Akureyri sem gengur út á að efla ritlist og skapandi hugsun og er keppnin ætluð fólki á aldrinum 16-25 ára á Norðurlandi eystra. Þátttaka var mjög mikil og bárust um 100 verk.
Fyrrverandi MA-ingar röðuðu sér í þrjú efstu sætin; Magnús Orri Aðalsteinsson stúdent 2020 hlaut fyrstu verðlaun, Stefán Elí stúdent 2019 var í öðru sæti og Alda Rut Sigurðardóttir stúdent 2020 í því þriðja. Að auki voru veitt tvenn aukaverðlaun eða hvatningarverðlaun. Þau hlutu Jóndís Hinriksdóttir og Egill Andrason.
Menntaskólinn á Akureyri óskar öllum vinningshöfunum til hamingju með verðlaunin.
Hér er hægt að sjá verðlaunatextana.