Málstofa verður fyrir kennara og annað starfsfólk skólans í stofu H8 fimmtudaginn 1. október. Rætt verður um skólasýn MA og tekinn upp þráður við að útbúa nýja námskrá MA sem tekur mið af nýjum lögum um framhaldsskóla. Meðal annars verður farið yfir helstu niðurstöður úr vinnu VenMA-hópsins, sem starfaði í framhaldi af fyrsta samráðsfundi starfsmanna í Sveinbjarnargerði í vetur leið. Allt starfsfólk skólans er hvatt til að mæta og taka þátt í málstofunni.

.