- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag var hringt á Sal og þar fór fam kynning á starfsemi Amnesty International og fólk hvatt til að taka þátt í starfsemi þess. Magnús Sigurjón Guðmundsson kynnti starfsemina og erindi hans var bæði líflegt og fróðlegt með þátttöku nokkurra nemenda.
Auk þess að kynna starf Amnesty International, uppruna samtakanna og fyrirkomulag starfsins nú á tímum voru nemendur hvattir til að taka þátt í undirskriftasöfnun til að geiða leið flóttamanna til Íslands og taka vel á móti þeim.
Nemendur tóku vel undir orð Magnúsar og mikil þátttaka var í undirskriftasöfnuninni á eftir.