Ljósmyndamaraþon.
Ljósmyndamaraþon.

Í tengslum við velgengnisdaga var efnt til ljósmyndamaraþons í fyrsta bekk þar sem hópar fengu það verkefni að taka ljósmyndir sem tengjast einkunnarorðum skólans, virðing, víðsýni, árangur. Dómnefnd fór yfir myndirnar og á miðvikudag var tilkynnt niðurstaða í keppninni.

Veitt voru verðlaun fyrir bestu myndir sem áttu að tákna hvert orð fyrir sig. Fyrir mynd sem táknar virðingu hlaut verðlaun hópurinn Maríubjalla í 1. bekk G. Mynd af víðsýni þótti best hjá hópnum Stafasúpu í 1. bekk G. Myndir af árangri þóttu jafnbestar hjá tveimur hópum, Ponozka og Lip Medex, en þeir eru báðir í 1. bekk A.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir bestan heildarárangur og tveir hópar hlutu þau, Fólk í 1. bekk I og Demantar úr 1. bekk D.