- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á kennarafundi í gær kom fram að fjölmargar umsóknir hafa borist um störf í skólanum. Ýmsar breytingar eru fram undan, enda verða nemendur á hausti komanda skráðir til þriggja ára náms með möguleikanum á að bæta við hálfu eða einu ári í sveigjanlegu skólakerfi. Nemendur sem þegar eru byrjaðir í skólanum munu halda áfram eftir sínu kerfi þannig að næstu þrjú ár verður kennt samkvæmt tvenns konar námskrá.
Umsóknarfrestur um kennarastöður rann út 18. maí. Sextán umsóknir bárust um stöðu íþróttakennara, en tveir af kennurum skólans fara í leyfi næsta vetur. Sjö umsóknir bárust um kennslu í efnafræði/líffræði, en þar verða talvserðar breytingar vegna nýrrar námskrár. Sex sóttu um stærðfræði, en þar verða einnig breytingar. Einnig var auglýst staða skólasálfræðings, og um hana sóttu þrír. Auk þess sem hér er talið bárust þrjár umsóknir um greinar sem ekki voru auglýstar.
Talsverðar breytingar hafa orðið í kennaraliði skólans á undanförnum árum, ungir kennarar komið og tekið við stöðum kennara sem setið höfðu um langt skeið. Enn lifir þó í nokkrum gömlum glæðum og "geirfuglarnir" eru ekki með öllu útdauðir, ef svo má segja.
Framundan er mikil vinna hjá skólastjórnendum að fara yfir umsóknir og ræða við umsækjendur.