Skýrsla matsfulltrúa um vinnu við nýja námskrá í Menntaskólanum á Akureyri er komin út. Veigamikinn sess í skýrslunni skipar mat á nýjum Íslandsáfanga en einnig er fjallað um velgengnisdaga og aðrar greinar sem tilheyra nýrri námskrá.

Í skýrslunni segir m.a: „Breytingar á skólastarfi, nýjungar og þróunarvinna krefjast mats svo hægt sé að glöggva sig á því hvernig tekst til, hvað hafi gengið vel og hvað mætti betur fara. Við upptöku nýrrar námskrár í MA var ákveðið að ráða matsfulltrúa til að fylgjast með framvindunni og starfaði hann með sjálfsmatsnefnd og verkefnisstjóra námskrárinnar auk þess að vera í reglulegum tengslum við kennara í 1. bekk, nemendur og það starfsfólk sem ætla mætti að tengdist nýrri námskrá á einn eða annan hátt.
Matsfulltrúi var ráðinn úr röðum kennara en hann kennir þó ekki á fyrsta ári og hefur því ákveðna fjarlægð gagnvart viðfangsefninu. Í starfslýsingu er m.a. kveðið á um að hann skipuleggi matsferli nýrrar námskrár á innleiðingartímanum og beri ábyrgð á faglegu starfi við utanaðkomandi matsaðila.“

Matsfulltrúi og höfundur skýrslunnar er Stefán Þór Sæmundsson, kennari við Menntaskólann á Akureyri.

Skýrsluna má nálgast hér, en einnig á síðunni Sjálfsmat í MA hér á vefnum.