Brot af fatasýningunni
Brot af fatasýningunni

Í skólanum eru þessa dagana sýnd verk sem nemendur í myndlistaráföngum og hönnunar- og fatasaumsáföngum hafa unnið á önninni. Myndlistarverkin, annars vegar málverk og hins vegar skúlptúrar gerðir úr affallspappír úr skólanum, eru sýnd á ganginum milli Hóla og Gamla skóla. Fötin og önnur verkefni úr hönnun og saumi eru í suðurenda Kvosarinnar á Hólum. Ekki kæmi á óvart þótt einhver af kjólunum þarna birtist á sviðinu við brautskráningu 17. júní.

Helga Árnadóttir kennir myndlistar- og hönnunargreinarnar og hér sést hún annars vegar á ganginum þar sem myndlistarverkin eru og hins vegar ásamt fulltrúum Rauða hersins (ræstitæknanna) að skoða flíkurnar.

.