Í Kreuzberg
Í Kreuzberg

Verkefni nemenda MA og ferðamálaskóla í Potsdam í Þýskalandi hefur verið valið í hóp 10 fyrirmyndarverkefna á vegum Comenius. 

Menntaskólinn á Akureyri og Berufsfachschule für Wirtschaft und Tourismus Potsdam, sem hafa átt gott samstarf í mörg ár, unnu á tímabilinu 2008 ? 2010 að þriðja nemendaskiptaverkefni sínu ?MEET THE EXPERIENCE ? CONNECTING CULTURES?. 42 nemendur voru valdir til að taka þátt í verkefninu. Nemendur frá MA fóru til Potsdam í Þýskalandi í nóvember 2008 og í mars/apríl 2009 komu nemendur frá Potsdam til Íslands.

Í þessum gagnkvæmu heimsóknum mynduðust sterk vinabönd. Þátttakendur upplifðu menningu og sérkenni landsins sem þeir heimsóttu ásamt því að átta sig betur á  sérkennum eigin menningarsvæðis. Á meðan á heimsóknunum stóð fór fram mikil verkefnavinna í blönduðum hópum. Unnið var að tveimur ferðabæklingum fyrir ungt fólk, annars vegar um Norðurland á þýsku og ensku og hins vegar um Berlin/Brandenburg á ensku og íslensku. Einnig voru teknar ljósmyndir og  útbúin myndabók til að sýna vinnuna við verkefnið.

Í gegnum verkefnavinnuna og með því að búa á heimilum gestgjafanna náðu nemendur að efla tungumálakunnáttu sína, félagslega færni og skilning á lífsháttum og hugfarfari annarra. 

Bæklingana og myndabókina má nú sjá í báðum skólunum og á landskrifstofum Menntaáætlunar Evrópubandalagsins.

Á afmælissamkomu 15 ára starfs Comenius á Íslandi þann 25. nóvember næstkomandi verða veitt verðlaun fyri þrjú af þessum tíu fyrirmyndarverkefnum, sem sgat var frá í upphafi.

Á myndinni eru íslensku þátttakendurnir í kynnisferð í safni um sögu innflytjenda í Kreuzberg í Berlín.

.