- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur og starfsmenn MA deila upplifunum sínum af námi og kennslu í samkomubanni með lesendum ma.is.
Anna Eyfjörð Eiríksdóttir kennari skrifar.
Föstudagur í viku 3 í samkomubanni og fjarkennslu/námi, styttist í páskafrí. Ég held að þetta verði mjög kærkomið páskafrí fyrir alla, álagið við að aðlagast breyttum aðstæðum hefur verið mikið. Ég verð þó að hrósa nemendum mínum fyrir alveg ótrúlega elju og samviskusemi, þeir standa sig rosalega vel. Ég hlakka samt ótrúlega mikið til að komast aftur í skólann og hitta nemendur og samstarfsfólk, ég sakna þeirra mikið!
Hingað til hefur allt gengið vel hjá mér en sannarlega hefur verið mikið álag. Það má alls ekki gleyma að hugsa um heilsuna, líkamlega og andlega, á þessum skrítnu tímum. Dóttur minni, sem er 11 ára, fannst nú mamman eitthvað þreytt og álagið of mikið svo hún föndraði handa mér smá áminningu sem hún hengdi upp fyrir ofan skrifborðið mitt hérna heima. Mig langar að deila því með ykkur hinum því þetta gildir um okkur öll!