- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í uppeldisfræðiáfanganum UPP103 sýna þessa dagana veggspjöld sem þeor hafa gert um barnaefni. Spjöldin eru á veggnum milli stofu H6 og H7 á Hólum. Hér er um að ræða mörg sýnishorn af því menningarefni sem haldið er að börnum hér á Íslandi. Þarna er meðal annars umfjöllun um Múmínálfana, Disney-ævintýri, ýmislegt sjónvarpsefni og Gulleyjuna, svo eitthvað sé nefnt.
Megintilgangur verkefnisins var að fara í saumana á uppeldisgildi og innrætingu sem fylgir með í kaupunum. Verkefnið er eitt af sex hópverkefnum sem unnið er í áfanganum. Það hangir uppi fram að mánaðamótum.