- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Frá stjórn skólafélagsins Hugins:
Helgina 7.-9. október er menningarferð skólafélagsins í MA til Reykjavíkur (sú fyrsta frá 2019). Skráningu er lokið og alls eru rúmlega 300 nemendur að fara og 4-5 kennarar. Verð í rútuna verður á bilinu 6-7000. Ólögráða nemendur þurfa að skila inn leyfisblaði frá forráðafólki.
Við leggjum af stað um hádegisbil föstudaginn 7. október. Við stoppum í Staðarskála og fengu krakkarnir að velja ef þau vildu fá að borða þar. Við munum renna í bæinn á milli 18:30-20:00 og þá förum við beint í Versló þar sem við gistum. Við verðum með einhverja kvöldskemmtun planaða á föstudagskvöldinu (mögulega með öðrum skóla). Húsinu verður læst kl. 11 og þá þurfa allir að vera komnir ,,heim“. Við berum ekki ábyrgð á nemendum eftir kl. 01:00.
Dagskrá er fyrir alla helgina. Á laugardeginum er boðið upp á ýmsa afþreyingu og er skráningu lokið í þá viðburði. Þetta er á mismunandi verðbili og það verður annaðhvort kennari eða einhver af okkur í stjórn skólafélagsins Hugins sem fer með þeim.
Á laugardagskvöldinu var hægt að velja á milli þess að fara í bíó eða keilu eða vera eftir í Verzló.
Á sunnudeginum göngum við frá stofunum í Verzló og leggjum síðan af stað heim í hádeginu.
Upplýsingar um hvar má ná í okkur úr stjórninni eru inn á huginnma.is og eins ætlum við að gera smá bækling sem við sendum nemendum eftir helgi. Það verður líka stuttur upplýsingafundur eftir skóla á mánudaginn, kl. 16:10.