Stór hópur nemenda fer á föstudaginn til Reykjavíkur í þétt skipaða menningarferð. Ferðin er farin á vegum skólafélagsins Hugins en stjórn félgsins og þrír kennarar verða með í för.

Lagt verður af stað frá bílastæði MA og Heimavistar klukkan 14.45 á föstudag og ekið sem leið leiggur til Hafnarfjarðar, þar sem lið MA og Flensborgarskóla etja kappi í Morfís-ræðukeppni. Gist verður í húsum Verslunarskóla Íslands og tekið er fram að í ferðinni gilda að fullu skólareglur MA. Dagskrá ferðarinnar er margbrotin og hefur verið send öllum hlutaðeigandi.

Foreldrum ólögráða nemenda hafa verið send bréf þar sem þeir hafa verið beðnir um að undirrita leyfi er varðar útivistartíma og slíkt. Hægt er að staðfesta slíka beiðni með því að senda tölvupóst um það á netfangið huginn@ma.is eða hringja til aðstoðarskólameistara, Sigurlaugar Önnu Gunnarsdóttur, í síma 455 1552.