Á leið frá kirkju
Á leið frá kirkju

Nemendur í menningarlæsi fóru í náms- og kynnisferð til Siglufjarðar í dag, þar sem megináhersla var lögð á atvinnusögu og sýningar Sildarminjasafnsins skoðaðar. Hádegishlé var í safnaðarheimilinu á kirkjuloftinu og síðan sögustund og söngstund með sóknarprestinum séra Sigurði Ægissyni.

Enn er ferðamannafjöldi á Siglufirði þótt komið sé fram í október, bæði rútuhópar og smærri hópar á smábílum. En nemendur MA voru þó mest áberandi hópurinn í dag. Í kirkjunni fluttu nokkrir nemendur tónlistaratriði og allir sungu saman Það liggur svo makalaust ljómandi á mér, við undirleik sóknarprestsins. Þessi alkunni slagari er úr smiðju séra Bjarna Þorsteinssonar, og reyndar söng hann þetta lag sjálfur inn á stálþráð einhvern tíma á árunum 1906-8 og er því ef til vill fyrsti dægurlagasöngvari Íslendinga, sem tekinn hefur verrið upp.

Allmargar myndir úr ferðinni eru á Facebook.