- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Menningarlæsið fór til Siglufjarðar þriðjudaginn 3. okt síðastliðinn í nokkuð krefjandi veðri, súld og rigningu. Bekkirnir sem fóru voru 1. AF, 1. L, 1. G og 1. H. Nemendur fóru á fjórar stöðvar fyrir hádegi, þær voru Róaldsbrakki, Bátahúsið, Alþýðuhúsið - heimili og gallerý listakonunnar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Líftæknifyrirtækið Genis.
Í hádeginu fengum við afnot af kirkjulofti safnaðarheimilisins og eftir hádegi áttum við hressilega stund inni í kirkjunni með sr. Sigurði Ægissyni og Sturlaugi Kristjánssyni. Þeir félagar sr. Sigurður og Sturlaugur virkjuðu nemendur í söng og gömlu sjómannalögin ómuðu í kirkjunni auk eins óskalags. Í stuttu máli gekk ferðin vel þrátt fyrir að veðrið hafi sett strik í reikninginn, heimamenn tóku höfðinglega á móti okkur og nemendur jafnt sem kennarar nutu tilbreytingarinnar frá kennslustofunni.
Aðalbjörg Bragadóttir, kennari í menningarlæsi