- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Um 130 nemendur í menningarlæsi í 1. bekk fóru í dag í námsferð til Siglufjarðar ásamt 7 kennurum. Þetta eru 5 bekkir og fóru þeir hringferð um söfnin á Siglufirði, Roladsbrakka, Gránu, Bátahúsið, Slippinn og nokkrir fóru auk þess í Þjóðlagasetrið. Um hádegi var nestistími í Safnaðarheimilinu á kirkjuloftinu og í kirkjunni spjallaði séra Sigurður Ægisson sóknarprestur við hópinn og sungin voru sjómannalög við undirleik Sturlaugs Kristjánssonar. Tveir hópar, stelpnakór og strákakór fluttu líka sjómannalög. Í lokin fylgdust nemendur með einleik Þórarins Hannessonar, Í landlegu, í Bátahúsinu.
Starfsfólk Síldarminjasafnsins sá um kynningar, en þar komu við sögu Steinunn M. Sveinsdóttir, Jón Ragnar Daðason, Anita Elefsen, Örlygur Kristfinnsson og Páll Helgason og auk þess kynntu síldarminjasafnið Valdimar Gunnarsson og Sverrir Páll. Kennarar áfangans með í för voru Anna Sigríður Davíðsdóttir, Arnar Már Arngrímsson, Alma Oddgeirsdóttir, Logi Ásbjörnsson og Sigríður Steinbjörnsdóttir.
Að lokinni þessari ferð héldu nemendur og starfsfólk skólans í haustfrí, sem stendur föstudaginn 24. og mánudaginn 27. október.