- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í gær, þriðjudag, var boðið til menningarveislu á Sal í Gamla skóla með upplestri úr nýjum bókum og píanóspili. Nemendur í menningarlæsi flykktust á Sal, sem áður fyrr var aðalsalur skólans og uppspretta margvíslegra menningarviðburða. Í seinni tíð hafa þar aðallega verið haldnir smærri tónleikar, enda hljómburðurinn óviðjafnanlegur.
Í þessari menningarveislu hlýddu áheyrendur á Orra Harðarson rithöfund lesa upp úr nýrri bók sinni Stundarfró og einnig rithöfundinn Elí Freysson, sem sagði frá glímu sinni við fantasíuformið og las kafla úr Kistunni, einni af bókum sínum.
Nemendur í 1. bekk lögðu sitt til þessarar veislu þegar Alexander Smári Edelstein píanóleikari lék klassísk verk við góðar undirtektir.
Guðjón H. Hauksson tók myndirnar sem hér fylgja.
Orri Harðarson með bók sína Stundarfró | Elí Freysson les úr Kistunni |
Alexander Smári leikur Chopin | Arnar Már Arngrimsson kynnti dagskrá |