- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, heimsótti MA í dag. Hann gekk um skólann, heilsaði upp á 2. bekk G, nemendur á tónlistarbraut sem voru að undirbúa tónleika TÓMA, kennara á Hólum og starfsfólk á bókasafni og fleiri. Ráðherra fór líka upp á loft í Gamla skóla þar sem áður voru heimavistarherbergi og mátaði m.a. rúm eins og þau voru á fyrrihluta síðustu aldar en þau voru heldur styttri og mjórri en rúmin eru núna á heimavistinni. Skólameistari var með stutta kynningu á skólanum, sögu hans og þá m.a. hvalbeininu sem orðatiltækið að taka einhvern á beinið er dregið af. Svo var ekki komist hjá því að ræða aðeins fjármál. Við þökkum ráðherra og fylgdarmönnum hans kærlega fyrir komuna. Þess má geta að skólameistari veitti ráðherra heiðursmerki skólans, gullugluna.