Ólafur Stefánsson í Menntabúðum
Ólafur Stefánsson í Menntabúðum

Í gær voru Menntabúðir Eymenntar í Menntaskólanum á Akureyri. Meðal þess sem kynnt var á þessari námsstefnu kennara var KeyWe, smáforrit fyrir skapandi skólastarf.

Menntabúðirnar eru samstarfsverkefni kennara við grunnskóla í Eyjafirði, þar sem þeir kynna og kynnast nýjungum í skólastarfi og miðla af reynslubrunnum sínum. Menntaskólinn á Akureyri tengdist Menntabúðunum á síðustu önn og í framhaldi af því samstarfi var ákveðið að hafa búðirnar í MA í gær.

Dagskráin var fjölbreytt. Sérlegur gestur Menntabúða var Ólafur Stefánsson og hann kynnti hugmyndafræðina að baki KeyWe, sem hann hefur unnið að undanförnu, en það er smáforrit fyrir skapandi skólastarf og hefur aðallega verið reynt í nokkrum grunnskólum og er aðeins að teygjast upp í framhaldsskóla. Einnig var kynntur Zwift hugbúnaður fyrir líkamsrækt, Office Mix, sem er viðbót við PowerPoint glæruforritið, ennfremur Nearpod sem er líka viðauki við glærugerð, Osmo fyrir iPad og Office 365 með OneNote Classroom.

Eins og sjá má var dagskráin fjölbreytt og framhald verður á Menntabúðum um það bil mánaðarlega og samvinnu kennara í grunn- og framhaldsskólum á svæðinu. Dagskrána og upplýsingar um fyrirlesara má lesa hér.

ÓS menntabúðir

 

Menntabúðir