- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í vetur hafa verið haldnar svonefndar menntabúðir í Menntaskólanum á Akureyri og fjallað þar um eitt og annað í skólastarfinu. Þriðju menntabúðirnar voru á mánudag, undir lok vinnudags. Þá var í fjórum hópum fjallað um:
Það var sérstaklega skemmtilegt að í þetta sinn voru það nemendur í 1. bekk X sem stýrðu hópnum Námið og tæknin. Hafsteinn Davíðsson, sem hefur síðan í grunnskóla (Brekkuskóla) vanið sig á að nota spjaldtölvu sem glósubók, sýndi hvernig hann hefur allt sitt efni mjög skipulagt í spjaldtölvunni sem er svo tengd hvoru tveggja, fartölvu og síma. Hann sýndi hvernig hann ynni öll verkefni sín án þess að nota pappír, og allar glósurnar á einum stað eins og bunka af glósubókum. Hafsteinn sýndi forrit sem hann notar og pennan sem hann skrifar með á skjáinn og alls kyns möguleika þessara tækja. Friðrik Snær Björnsson bekkjarfélagi hans sagði líka frá reynslu sinni af spjaldtölvunotkun í Varmahlíðarskóla og nokkur smáforrit sem nýtast vel í kennslu, til dæmis í stærðfræði og líffræði.