- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í gær 17. nóvember voru haldnar sameiginlegar menntabúðir starfsfólks MA og VMA. Dagskráin stóð frá kl. 14-16 og var afar fróðleg og áhugaverð. Hún hófst á aðalerindi í umsjón Evu Huldar Ívarsdóttur lögfræðings, Kynbundið ofbeldi: jafnrétti, nauðgunarmenning, menntun. Erindið fjallaði um kynbundið- og kynferðislegt ofbeldi og var kannað frá lagalegum og samfélagslegum sjónarmiðum.
Að því loknu tóku við fjórar málstofur:
Mæting var prýðileg og vonandi er þetta upphafið að meira samstarfi skólanna tveggja hvað menntabúðir varðar. Menntabúðir sem þessar eru nauðsynlegur vettvangur kennara til starfsþróunar og einnig til að skapa umræður um ýmis efni tengd skólastarfi sem nauðsynlegt er að fá rými til að ræða. UT fulltrúar skólanna bera allan veg og vanda af því að skipuleggja menntabúðir.