- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Síðdegis í dag verða menntabúðir SamNor-skólanna, FSH, FL, MA, MTr og VMA. Dagskráin hefst á erindi í Kvosinni í MA en það ber titilinn: Gervigreind - Tækifæri til að efla nám og kennslu. Anna María Þorkelsdóttir fjallar þar um tækifæri sem kennarar hafa til að notfæra sér gervigreind til að efla gæði náms og kennslu.
Í kjölfarið verða svo fimm málstofur; Klárar konur og heimsmarkmiðin; Rafrænt kennsluefni í þýsku; Raungreinarabb; Skapandi íslenska með margmiðlun; Valáfangi í miðlun.
Dagskráin hefst kl. 14:30.