- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Helena Dam á Neystabø, menntamálaráðherra Færeyja, kom í heimsókn í Menntaskólann á Akureyri í morgun í fríðu föruneyti og kynnti sér starfsemi skólans. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna sér skólaskipanina, þróunarstarfið og breytingar sem yfir standa svo og starfsemi Heimavistar. Fyrir dyrum stendur að byggja ný skólahús og heimsvistir í Þórshöfn í Færeyjum. Þar er gert ráð fyrir að reisa skóla er rúmar um 700 nemendur.
Á annarri myndinni er Helena Dam ásamt Jóni Má skólameistara. Í föruneyti menntamálaráðherra voru frá vinstri talið á hinni myndinni Leivur Harryson aðalstjóri í menntamálaráðuneytinu, Kristianna Sjóvará, fulltrúi og Martin Næs deildarstjóri.