Katrín Jakobsdóttir mentamálaráðherra og Jón Már skólameistari þegar hann hafði veitt henni gulluglu…
Katrín Jakobsdóttir mentamálaráðherra og Jón Már skólameistari þegar hann hafði veitt henni gullugluna

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra heimsótti Menntaskólann á Akureyri í morgun og ávarpaði nemendur á Sal. Skólameistari sæmdi hana gulluglunni, æðsta heiðursmerki skólans.

Menntamálaráðherra beindi orðum að nemendum og fjallaði um frelsi og mannréttindi og nauðsyn menntunar, ekki síst á erfiðum tímum eins og þeim sem yfir okkur ganga. Hún hvatti nemendur til að vera meðvitaðir um stöðu sína og virða þau raungildi sem fælust í þessum hugtökum öllum, en hefðu því miður verið mistúlkuð og það leitt til vandræða. Hún fjallaði auk þess um gildi menntunar og gildi þess að velja góða skóla og óskaði nemendum velgengni sem stunduðu nám sitt vel í skólanum eins og þeim  hefur jafnan vegnað vel sem héðan hafa farið til frekara náms og starfa.

Jón Már Héðinsson veitti Katrínu Jakobsdóttur í lokin gullugluna, æðsta heiðursmerki skólans, sem meðal annars er veitt menntamálaráðherra þegar hann kemur í fyrsta sinni í opinbera heimsókn í skólann. Katrín þakkaði þann heiður og bað skólanum og nemendum alls hins besta.

Myndina tók Stefán Erlingsson þegar Jón Már hafði veitt Katrínu ugluna.

.