- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Íslensku menntaverðlaunin 2024 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 5. nóvember. Verðlaunin eru veitt í fimm flokkum; fyrir framúrskarandi skóla- eða menntaumbótastarf, kennslu, þróunarverkefni, iðn- og verkmenntun, auk sérstakra hvatningarverðlauna.
Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Að auki er veitt hvatning til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum er þykja skara fram úr. Verðlaunin ná til allra skólastiga, sem og til listnáms og félags- og tómstundastarfs. Sjá umfjöllun um verðlaunahafa hér.
Sviðslistabrautin við MA var tilnefnd í flokknum Framúrskarandi þróunarverkefni. Við erum afskaplega glöð og stolt yfir tilnefningunni og óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju. Það var gaman að sækja Bessastaði heim þennan dag og verða vitni að þeirri grósku og metnaði sem er í íslensku skólakerfi.