Gestir á fyrsta Mentorfundi vetrarins
Gestir á fyrsta Mentorfundi vetrarins

Mentorverkefnið Vinátta hófst á Akureyri í gær með upphafsdegi í Kvosinni. Þar komu saman um 20 mentorar úr MA og VMA, grunnskólanemendur og foreldrar þeirra. Verkefnið er valáfangi í framhaldsskólunum og gefst nemum tækifæri á að kynnast grunnskólabarni og læra af samvistum við það. Framhaldsskólanemar verja þremur stundum á viku yfir skólaárið í samveru með einu grunnskólabarni á aldrinum 7-10 ára. Nemendur gera ýmislegt skemmtilegt saman, allt eftir áhugasviði og hugmyndaflugi hvers og eins. Nokkrum sinnum yfir skólaárið eru skipulögð sameiginleg skipti þar sem mentorar úr MA og VMA hittast saman með börnin. Verkefnið hóf göngu sína fyrir nokkrum árum og hefur gefist mjög vel.

Umsjón með verkefninu hér á Akureyri hefur Ásdís Birgisdóttir, námsráðgjafi í VMA en Valgerður Bjarnadóttir heldur utan um það hér í MA.

.