Mentor 2009
Mentor 2009

Í gær var haldinn upphafsdagur mentorverkefnisins Vináttu í Kvos MA. Í verkefninu felst að framhalds- og grunnskólanemendur hittast einu sinni í viku frá október til apríl og gera eitthvað skemmtilegt saman. Í vetur taka 26 mentorpör þátt í verkefninu og það var því fjölmennur hópur framhaldsskólanema úr MA og VMA, grunnskólabarna og foreldra þeirra samankominn í Kvosinni í gær. Hópurinn átti þar saman góða stund við spjall og flatbökuát auk þess sem mentörpörin ákváðu næsta stefnumót.

.