- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á miðvikudaginn var upphafsfundur í áfanganum MEN2A05 eða Mentorverkefnisins Vináttu í Kvosinni. Mentorverkefnið er valgrein bæði í MA og VMA og felst í því að framhaldsskólanemendur og grunnskólanemendur tengjast vináttuböndum, hittast einu sinni í viku og gera eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt saman.
Markmiðið með verkefninu, sem unnið hefur verið í allmörg ár, er að framhaldsskólanemendurnir verði grunnskólanemendum góð fyrirmynd og veiti þeim stuðning. Reynslan sýnir þó að mentorarnir læra jafn mikið af börnunum og öfugt.
Á upphafsdeginum hittu mentorarnir börnin og foreldra þeirra í fyrsta skiptið, spjölluðu saman og snæddu flatböku. Því má segja að þetta hafi farið ljúflega af stað.
Mynd: Jóhanna Þorgilsdóttir