Vinátta
Vinátta

Um nokkurra ára bil hafa báðir framhaldsskólarnir á Akureyri staðið fyrir mentorverkefninu Vináttu.

Eins og fram kemur í áfangalýsingu á Mentorverkefninu Vináttu þá er orðið „mentor“alþjóðlegt og notað um leiðbeinanda sem aðstoðar yngri, óreyndari aðila við að víkka sjóndeildarhringinn. Mentorinn verður fyrirmynd barnsins og veitir því stuðning. Mentorar í MA hitta 10 ára börn úr grunnskólum bæjarins einu sinni í viku í tvær annir, þ.e. hver mentor hittir eitt og sama barnið í öll skiptin og myndar tengsl við það með skemmtilegum samverustundum.

Mentorverkefnið er líka í boði í VMA en skólarnir skipulögðu sameiginlegan óvissudag fyrir öll börnin og mentora þeirra þann 2. mars síðastliðinn. Dagurinn heppnaðist vel og einkenndist af ljósmyndamaraþoni og samlokuáti.

Meðfylgjandi myndir tóku Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir og nemendur hennar í áfanganum. Fleiri myndir á Facebook