Umsóknafresti um hraðlínu almennrar brautar lauk á föstudag. Alls bárust á milli 20 og 30 umsóknir og að sögn Ölmu Oddgeirsdóttur hafa umsækjendur allir mjög góðan vitnisburð frá grunnskólum sínum og hún telur að valið á nemendum verði erfitt. Þegar eru hafin viðtöl við umsækjendur og aðstandendur þeirra, en miðað er við að á hraðlínu 1. bekkjar séu ekki fleiri en 18 nemendur.

Þetta er í fjórða sinn sem nemendur eru teknir inn á hraðlínu og óhætt að fullyrða að þetta er góður kostur fyrir öfluga nemendur sem vilja hraða skólagöngu sinni. Nemendur hafa lagast afar vel að skólanum og vegnað vel í námi í efri bekkjum, en fyrstu nemendurnir sem teknir hafa verið í skólann með þessu sniði ljúka prófi næsta vor.

.