- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Námsgreinin sem einu sinni hét íþróttir eða leikfimi heitir nú Heilbrigði og lífsstíll. Innan þeirra greinar rúmast margs konar fræðsla til að auka heilbrigði og ábyrgð nemenda á eigin heilsu og geta brugðist við fjölbreyttum aðstæðum. Einn þáttur í þessari fræðslu er kynning á skyndihjálp fyrir nemendur í 2. bekk hjá Rauða krossinum. Starfsfólk Rauða krossins er svo magnað að taka alltaf á móti okkur og vera með fræðslu og gefa nemendum tækifæri til að æfa hnoð. Nú í vikunni fóru nemendur í 2A, 2F, 2G og 2L og á næstu önn fara svo hinir bekkirnir. Þetta er vísa sem er aldrei of oft kveðin.